Þingmaður, og svarið er … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar