Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira