Lotta fer á nagladekk Benedikt Bóas skrifar 3. janúar 2019 08:30 Leikhópurinn. Verkið verður nú sýnt innandyra. Við erum að fara að setja upp Rauðhettu, 10 árum síðar. Núna erum við komin undir þak, erum innandyra. Við höfum svolítið endurnýjað verkið og poppað þetta upp frá fyrri útgáfu með nýjum lögum og trúum að við getum gert betur,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, meðlimur í Leikhópnum Lottu en hópurinn mun hefja vetrarsýningar um helgina. Þetta er í annað sinn sem hópurinn setur verkið upp en það var fyrst frumsýnt fyrir áratug og þá sýnt utandyra um allt land. Nú verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu fleiri en tíu stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill. „Við erum að fikta aðeins í sögunni, setjum okkar svip á ævintýrin þó svo þau lúti ákveðnum reglum, svona að einhverju leyti,“ segir hún. Hópurinn áætlar hátt í 30 sýningar í Tjarnarbíói í janúar, febrúar og mars en ætlar einnig að leggja land undir fót og heimsækja yfir 20 staði á landinu öllu og færa landsbyggðinni Ævintýraskóginn alveg upp að dyrum. „Rauðhetta fær að lifa út mars og svo byrjum við á sumarverkefninu. Byrjum hér í rúman mánuð, svo förum við á flakk um landið. Lottan fer á nagladekk. Við förum í þrjár stórar ferðir. Vesturland og Vestfirði, svo Norðurland og loks Suður- og Austurland. Frá Vík að Vopnafirði. Þetta eru um 20 bæjarfélög – aðeins færri en á sumrin – en samt heilmikið. Þetta er það sem við gerum til að sinna landsbyggðinni. Við gátum ekki sett þetta upp án þess að heimsækja vini okkar á landsbyggðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við erum að fara að setja upp Rauðhettu, 10 árum síðar. Núna erum við komin undir þak, erum innandyra. Við höfum svolítið endurnýjað verkið og poppað þetta upp frá fyrri útgáfu með nýjum lögum og trúum að við getum gert betur,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, meðlimur í Leikhópnum Lottu en hópurinn mun hefja vetrarsýningar um helgina. Þetta er í annað sinn sem hópurinn setur verkið upp en það var fyrst frumsýnt fyrir áratug og þá sýnt utandyra um allt land. Nú verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu fleiri en tíu stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill. „Við erum að fikta aðeins í sögunni, setjum okkar svip á ævintýrin þó svo þau lúti ákveðnum reglum, svona að einhverju leyti,“ segir hún. Hópurinn áætlar hátt í 30 sýningar í Tjarnarbíói í janúar, febrúar og mars en ætlar einnig að leggja land undir fót og heimsækja yfir 20 staði á landinu öllu og færa landsbyggðinni Ævintýraskóginn alveg upp að dyrum. „Rauðhetta fær að lifa út mars og svo byrjum við á sumarverkefninu. Byrjum hér í rúman mánuð, svo förum við á flakk um landið. Lottan fer á nagladekk. Við förum í þrjár stórar ferðir. Vesturland og Vestfirði, svo Norðurland og loks Suður- og Austurland. Frá Vík að Vopnafirði. Þetta eru um 20 bæjarfélög – aðeins færri en á sumrin – en samt heilmikið. Þetta er það sem við gerum til að sinna landsbyggðinni. Við gátum ekki sett þetta upp án þess að heimsækja vini okkar á landsbyggðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira