Jörðin í sólnánd á einum myrkasta tíma ársins Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:54 Blessuð sólin elskar allt, og aðeins meira um hávetur á norðurhveli. Vísir/EPA Sólnánd átti sér stað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun en þá var jörðin næst sólinni á braut sinni um hana. Jörðin er nú um fimm milljón kílómetrum nær sólinni en hún verður við svonefnda sólfirrð í sumar. Braut jarðarinnar um sólina er sporöskjulaga og því er fjarlægðin á milli hnattanna breytileg eftir árstíma. Sólnánd á sér stað í kringum 3. janúar en sólfirrð í kringum 4. júlí, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Það er þó ekki þessi breytileiki í fjarlægðinni frá sólinni sem veldur árstíðarskiptum á jörðinni heldur möndulhalli hennar. Á þessum stað í sporbrautinni hallar norðurhvel jarðar frá sólinni og berst þá minna af geislum sólar þangað. Þannig verður vetur á norðurhveli en sumar á suðurhveli sem hallar að sólinni. Vetrarsólstöður voru á norðurhveli 21. desember. Dagurinn er hér því með skemmsta móti þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja og kaldasti tími ársins í algleymingi. Útgeislun sólarinnar er örlítið meiri við sólnánd. Íbúar á norðurhveli geta því huggað sig við að sú tilviljun að sólnánd ber upp á miðjum vetri mildar hann örlítið. Þannig verður það þó ekki alltaf því tímasetning sólnándar og firrðar breytist smám saman yfir lengri tíma. Sú stund mun renna upp á sólnánd eigi sér stað um hásumar á norðurhveli. Geimurinn Vísindi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sólnánd átti sér stað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun en þá var jörðin næst sólinni á braut sinni um hana. Jörðin er nú um fimm milljón kílómetrum nær sólinni en hún verður við svonefnda sólfirrð í sumar. Braut jarðarinnar um sólina er sporöskjulaga og því er fjarlægðin á milli hnattanna breytileg eftir árstíma. Sólnánd á sér stað í kringum 3. janúar en sólfirrð í kringum 4. júlí, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Það er þó ekki þessi breytileiki í fjarlægðinni frá sólinni sem veldur árstíðarskiptum á jörðinni heldur möndulhalli hennar. Á þessum stað í sporbrautinni hallar norðurhvel jarðar frá sólinni og berst þá minna af geislum sólar þangað. Þannig verður vetur á norðurhveli en sumar á suðurhveli sem hallar að sólinni. Vetrarsólstöður voru á norðurhveli 21. desember. Dagurinn er hér því með skemmsta móti þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja og kaldasti tími ársins í algleymingi. Útgeislun sólarinnar er örlítið meiri við sólnánd. Íbúar á norðurhveli geta því huggað sig við að sú tilviljun að sólnánd ber upp á miðjum vetri mildar hann örlítið. Þannig verður það þó ekki alltaf því tímasetning sólnándar og firrðar breytist smám saman yfir lengri tíma. Sú stund mun renna upp á sólnánd eigi sér stað um hásumar á norðurhveli.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira