Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 17:55 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi. Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi.
Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira