Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 21:45 Þessi kennari má ganga með byssu í skólanum nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Vísir/Getty Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00