Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 14:07 Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45