Hafa ekki val um annað en að fara í þriðju meðferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 10:00 Gunnar Ásgeir Ásgeirsson og Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar ræddu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45