Akranesbæ synjað um fleiri hjúkrunarrými: „Við erum með fólk sem vill koma í þessi hjúkrunarrými“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými. Akranes Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými.
Akranes Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira