Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 07:49 Ávarp Trump var um níu mínútna langt. Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna rufu dagskrá sína til þess að senda ávarpið út. Vísir/EPA Krafan um múr á landamærunum að Mexíkó var megininntak fyrsta sjónvarpsávarps Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna í nótt. Forsetinn lýsti ekki yfir neyðarástandi á landamærunum eins og hann hefur hótað að gera en endurtók þess í stað fyrri misvísandi eða ósannar yfirlýsingar um hættu sem stafi af innflytjendum. Líkt og hann hefur áður gert í ræðu og riti dró Trump forseti upp dökka mynd af ástandinu á landamærunum og innflytjendum almennt. Lýsti hann stöðunni á landamærunum sem „vaxandi mannúðar- og öryggisneyðarástandi“ án þess þó að lýsa formlega yfir neyðarástandi. Það hafði hann hótað að gera til þess að geta byggt landamæramúrinn án samþykkis Bandaríkjaþings. Verulegur vafi leikur á um hvort forseti hafi heimild til að gera slíkt. Fólk sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna yfir suðurlandamærin eru morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar í meðförum Bandaríkjaforseta. Lýsti hann hvernig ólöglegir innflytjendur hefðu nauðgað, barið mann til dauða með hamri í Kaliforníu og afhöfðað mann og limlest í Georgíu. „Hversu miklu meira af bandarísku blóði þarf að úthella áður en þingið sinnir vinnunni sinni?“ spurði forsetinn sem lýsti þó samúð með fórnarlömbum fólkssmyglara á landamærunum. Trump sagði einu lausnina að reisa stálþil á landamærunum. Ítrekaði hann kröfu sína um að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til múrsins. „Ég hef hitt tugi fjölskyldna sem ólöglegir fólksflutningar hafa rænt ástvinum. Ég hef haldið í hönd grátandi mæðra og faðmað harmi slegna feður. Svo sorglegt. Svo hræðilegt. Ég mun aldrei gleyma sársaukanum í augum þeirra, skjálftans í röddinni og sorginni sem greip sál þeirra,“ sagði forsetinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í hátt í þrjár vikur vegna kröfu forsetans sem neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur stofnananna fyrir jól. Á meðan sitja hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna heima með hendur í skauti eða vinna launalaust.Fyrri rangfærslur endurteknarWashington Post segir að fátt nýtt hafi verið að finna í ávarpi Trump sem hafi verið „kröftugt og staðreyndasnautt“. Þó að hann segðist ætla að halda áfram viðræðum við demókrata á þingi um lausn á útgjaldadeilunni nefndi hann ekki hvað hann myndi bjóða þeim í staðinn fyrir fjárveitingu til múrsins. Virtist hann telja að hugmynd hans um að múrinn verði stálþil en ekki steinsteyptur veggur væri einhvers konar tilslökun fyrir demókrata sem hann kenndi um lokun alríkisstofnananna. Endurtók forsetinn áður hraktar fullyrðingar eins og þá að múrinn yrði fjármagnaður með ágóða af nýjum viðskiptasamningi við Mexíkó sem Bandaríkjaþing hefur ekki staðfest. Fullyrti hann aftur að múr myndi hjálpa að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin og að 90% heróíns kæmi yfir suðurlandamærin þrátt fyrir að opinberar tölur sýni að því sé nánast öllu smyglað í gegnum landamærastöðvar. Lét forsetinn vera að vitna til hættu af hryðjuverkamönnum sem hann og ríkisstjórn hans hefur látið mikið með í baráttunni um fjármögnun múrsins. Heimavarnarráðherra hans hafði til dæmis haldið því fram að þúsundir hryðjuverkamanna væru stöðvaðar við landamærin til að rökstyðja þörfina á múrnum á landamærunum að Mexíkó, jafnvel þó að aðeins nokkrir tugir á eftirlitslista stjórnvalda hefðu verið stöðvaðir þar í fyrra. Sú yrðing að neyðarástand ríki á landamærunum er ennfremur sögð í meira lagi vafasöm enda hefur þeim sem reyna að komast ólöglega yfir þau fækkað í hátt í tvo áratugi. Helmingi færri láta nú á það reyna en árið 2007 samkvæmt opinberum tölum.Schumer og Pelosi svöruðu ávarpinu sameiginlega. Gagnrýndu þau forsetann fyrir flaum rangfærslna um ástandið á landamærunum.Vísir/EPASökuðu forsetann um að ala á ótta Leiðtogar demókrata, þau Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, veittu ávarpinu andsvar í sjónvarpi í nótt. Sökuðu þau Trump um að ala á ótta og gagnrýndu hann fyrir að biðja skattgreiðendur um að borga reikninginn fyrir múrinn sem hann hafði lofað að Mexíkó myndi standa straum af. „Trump forseti verður að hætta að halda bandarísku þjóðinni í gíslingu, verður að hætta að búa til neyðarástand og verður að opna ríkisstjórnina aftur,“ sagði Pelosi. Schumer hvatti Trump til þess að aftengja deiluna um múrinn og fjármögnun alríkisstofnana. Benti hann forsetanum á að frumvörp séu til staðar sem njóti stuðnings beggja flokka sem myndu opna ríkisstofnanir sem eru lokaðar aftur. Heimildir New York Times herma að Trump sjálfur hafi ekki verið sannfærður um ágæti þess að reyna að höfða til þjóðarinnar með sjónvarpsávarpi. Hann hafi lýst áætluninni sem tilgangslausri og hafi sagt fréttaþulum sem hann ræddi við fyrr um daginn að hann hefði ekki áhuga á að halda ávarpið eða að ferðast til landamæranna eins og til stendur að hann geri á morgun. Ráðgjafar hans hafi talað hann inn á það. Vísbendingar eru einnig um að fjara sé tekið undan stuðningi sumra repúblikana á þingi við landamæramúrsbaráttu Trump sem hefur lamað hluta alríkisstjórnarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Krafan um múr á landamærunum að Mexíkó var megininntak fyrsta sjónvarpsávarps Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna í nótt. Forsetinn lýsti ekki yfir neyðarástandi á landamærunum eins og hann hefur hótað að gera en endurtók þess í stað fyrri misvísandi eða ósannar yfirlýsingar um hættu sem stafi af innflytjendum. Líkt og hann hefur áður gert í ræðu og riti dró Trump forseti upp dökka mynd af ástandinu á landamærunum og innflytjendum almennt. Lýsti hann stöðunni á landamærunum sem „vaxandi mannúðar- og öryggisneyðarástandi“ án þess þó að lýsa formlega yfir neyðarástandi. Það hafði hann hótað að gera til þess að geta byggt landamæramúrinn án samþykkis Bandaríkjaþings. Verulegur vafi leikur á um hvort forseti hafi heimild til að gera slíkt. Fólk sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna yfir suðurlandamærin eru morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar í meðförum Bandaríkjaforseta. Lýsti hann hvernig ólöglegir innflytjendur hefðu nauðgað, barið mann til dauða með hamri í Kaliforníu og afhöfðað mann og limlest í Georgíu. „Hversu miklu meira af bandarísku blóði þarf að úthella áður en þingið sinnir vinnunni sinni?“ spurði forsetinn sem lýsti þó samúð með fórnarlömbum fólkssmyglara á landamærunum. Trump sagði einu lausnina að reisa stálþil á landamærunum. Ítrekaði hann kröfu sína um að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til múrsins. „Ég hef hitt tugi fjölskyldna sem ólöglegir fólksflutningar hafa rænt ástvinum. Ég hef haldið í hönd grátandi mæðra og faðmað harmi slegna feður. Svo sorglegt. Svo hræðilegt. Ég mun aldrei gleyma sársaukanum í augum þeirra, skjálftans í röddinni og sorginni sem greip sál þeirra,“ sagði forsetinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í hátt í þrjár vikur vegna kröfu forsetans sem neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur stofnananna fyrir jól. Á meðan sitja hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna heima með hendur í skauti eða vinna launalaust.Fyrri rangfærslur endurteknarWashington Post segir að fátt nýtt hafi verið að finna í ávarpi Trump sem hafi verið „kröftugt og staðreyndasnautt“. Þó að hann segðist ætla að halda áfram viðræðum við demókrata á þingi um lausn á útgjaldadeilunni nefndi hann ekki hvað hann myndi bjóða þeim í staðinn fyrir fjárveitingu til múrsins. Virtist hann telja að hugmynd hans um að múrinn verði stálþil en ekki steinsteyptur veggur væri einhvers konar tilslökun fyrir demókrata sem hann kenndi um lokun alríkisstofnananna. Endurtók forsetinn áður hraktar fullyrðingar eins og þá að múrinn yrði fjármagnaður með ágóða af nýjum viðskiptasamningi við Mexíkó sem Bandaríkjaþing hefur ekki staðfest. Fullyrti hann aftur að múr myndi hjálpa að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin og að 90% heróíns kæmi yfir suðurlandamærin þrátt fyrir að opinberar tölur sýni að því sé nánast öllu smyglað í gegnum landamærastöðvar. Lét forsetinn vera að vitna til hættu af hryðjuverkamönnum sem hann og ríkisstjórn hans hefur látið mikið með í baráttunni um fjármögnun múrsins. Heimavarnarráðherra hans hafði til dæmis haldið því fram að þúsundir hryðjuverkamanna væru stöðvaðar við landamærin til að rökstyðja þörfina á múrnum á landamærunum að Mexíkó, jafnvel þó að aðeins nokkrir tugir á eftirlitslista stjórnvalda hefðu verið stöðvaðir þar í fyrra. Sú yrðing að neyðarástand ríki á landamærunum er ennfremur sögð í meira lagi vafasöm enda hefur þeim sem reyna að komast ólöglega yfir þau fækkað í hátt í tvo áratugi. Helmingi færri láta nú á það reyna en árið 2007 samkvæmt opinberum tölum.Schumer og Pelosi svöruðu ávarpinu sameiginlega. Gagnrýndu þau forsetann fyrir flaum rangfærslna um ástandið á landamærunum.Vísir/EPASökuðu forsetann um að ala á ótta Leiðtogar demókrata, þau Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, veittu ávarpinu andsvar í sjónvarpi í nótt. Sökuðu þau Trump um að ala á ótta og gagnrýndu hann fyrir að biðja skattgreiðendur um að borga reikninginn fyrir múrinn sem hann hafði lofað að Mexíkó myndi standa straum af. „Trump forseti verður að hætta að halda bandarísku þjóðinni í gíslingu, verður að hætta að búa til neyðarástand og verður að opna ríkisstjórnina aftur,“ sagði Pelosi. Schumer hvatti Trump til þess að aftengja deiluna um múrinn og fjármögnun alríkisstofnana. Benti hann forsetanum á að frumvörp séu til staðar sem njóti stuðnings beggja flokka sem myndu opna ríkisstofnanir sem eru lokaðar aftur. Heimildir New York Times herma að Trump sjálfur hafi ekki verið sannfærður um ágæti þess að reyna að höfða til þjóðarinnar með sjónvarpsávarpi. Hann hafi lýst áætluninni sem tilgangslausri og hafi sagt fréttaþulum sem hann ræddi við fyrr um daginn að hann hefði ekki áhuga á að halda ávarpið eða að ferðast til landamæranna eins og til stendur að hann geri á morgun. Ráðgjafar hans hafi talað hann inn á það. Vísbendingar eru einnig um að fjara sé tekið undan stuðningi sumra repúblikana á þingi við landamæramúrsbaráttu Trump sem hefur lamað hluta alríkisstjórnarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna ætla að senda út sjónvarpsávarp Trump forseta um landamærin að Mexíkó þrátt fyrir áhyggjur af því hversu ótt og títt forsetinn lýgur. 8. janúar 2019 07:55
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent