„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 11:00 Margir foreldrar telja að öryggi barna þeirra aukist fái þau snjallúr. Visir/Getty. Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira