Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 19:45 Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent