Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 11:54 Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Veðurstofa Íslands Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira