Ríkisráð kom saman á Bessastöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2018 12:31 Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“ Alþingi Kjaramál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“
Alþingi Kjaramál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira