Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 18:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44