Jólagleðin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun