Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. desember 2018 08:15 Hjördís (t.v.) pakkar jólagjöfum með sjálfboðaliðum. fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli. Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira