Veggjöld – gott mál? Guðmundur Edgarsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun