Háskóli Íslands varði stofnana mest í risnu Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2018 06:15 Háskóli Íslands gerði vel við gesti sína á árinu. Fréttablaðið/GVA Háskóli Íslands varði 26,7 milljónum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins í risnu. Þetta kemur fram í svari skólans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Á vefnum opnirreikningar.is sést að Háskóli Íslands er sú stofnun ríkisins sem eyðir mestu fé í risnu. Ef aðeins er horft á tímabilið frá apríl (þegar stofnanir fóru að birta reikninga á vefsíðunni) til október notaði Háskóli Íslands 22 milljónir króna í risnu. Utanríkisráðuneytið eyddi 10 milljónum króna og forsætisráðuneytið 4,5 milljónum. Risna er kostnaður sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim sem risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu. Í reglum skólans segir að til risnu teljist nauðsynlegur kostnaður í sambandi við veitingar við sérstök tilefni. Þar á meðal vegna kostnaðar við móttöku á andmælendum, erlendum gestum, fyrirlesurum, innlendum gestum og starfsmönnum háskólans. Í svari Háskóla Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að tilefni risnu geti verið misjöfn, allt frá ráðstefnum, málþingum og hátíðlegum viðburðum yfir í móttöku erlendra gesta og doktorsvarnir. „Í júní eru brautskráningar úr öllum deildum skólans auk þess sem sumarmánuðirnir eru vinsælir til ráðstefnuhalds. Þá eru sumarnámskeið fyrir erlenda nemendur í sumum deildum skólans. Rétt er að geta þess að ráðstefnur og sumarnámskeið eru oftast greidd eða styrkt af þriðja aðila þó að kostnaðurinn fari í gegnum bókhald háskólans.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Háskóli Íslands varði 26,7 milljónum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins í risnu. Þetta kemur fram í svari skólans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Á vefnum opnirreikningar.is sést að Háskóli Íslands er sú stofnun ríkisins sem eyðir mestu fé í risnu. Ef aðeins er horft á tímabilið frá apríl (þegar stofnanir fóru að birta reikninga á vefsíðunni) til október notaði Háskóli Íslands 22 milljónir króna í risnu. Utanríkisráðuneytið eyddi 10 milljónum króna og forsætisráðuneytið 4,5 milljónum. Risna er kostnaður sem stofnun eða embætti efnir til í þeim tilgangi að sýna þeim sem risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu. Í reglum skólans segir að til risnu teljist nauðsynlegur kostnaður í sambandi við veitingar við sérstök tilefni. Þar á meðal vegna kostnaðar við móttöku á andmælendum, erlendum gestum, fyrirlesurum, innlendum gestum og starfsmönnum háskólans. Í svari Háskóla Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að tilefni risnu geti verið misjöfn, allt frá ráðstefnum, málþingum og hátíðlegum viðburðum yfir í móttöku erlendra gesta og doktorsvarnir. „Í júní eru brautskráningar úr öllum deildum skólans auk þess sem sumarmánuðirnir eru vinsælir til ráðstefnuhalds. Þá eru sumarnámskeið fyrir erlenda nemendur í sumum deildum skólans. Rétt er að geta þess að ráðstefnur og sumarnámskeið eru oftast greidd eða styrkt af þriðja aðila þó að kostnaðurinn fari í gegnum bókhald háskólans.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira