Afmarka sérstök skotsvæði til þess að bæta öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 14:05 Hallgrímskirkja er vanalega böðuð í flugeldum á gamlárskvöld. vísir/egill Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.
Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00