Of algengt að asískir ferðamenn noti ekki öryggisbúnað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2018 20:52 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra. Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra.
Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38