„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:31 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit. Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit.
Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15