Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 13:27 Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15