Ekkert bann við skólaheimsóknum í Selfosskirkju 11. desember 2018 21:15 Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Magnús Hlynur Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Innlent Trúmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik.
Innlent Trúmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira