Raunheimar að verða að einu risastóru upplýsingakerfi Þór Jes Þórisson skrifar 13. desember 2018 08:00 Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun