Þvagleggir komnir á borð ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir þvagleggsmálið. Óánægja skjólstæðinga sjúkratrygginga með nýjan rammasamning stofnunarinnar um þvagleggi er komin á borð ráðherra heilbrigðismála og velferðarnefndar þingsins. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, undrast vinnubrögð Sjúkratrygginga og segir stofnunina skaffa annars flokks vöru. Fréttablaðið greindi frá því í gær að megn óánægja væri með nýja rammasamninginn. Páll Ingvarsson, sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítalans, telur þá vöru sem stendur skjólstæðingum hans til boða ekki vera þá bestu sem völ er á og valdi þeim aukinni hættu á sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. „Málið er komið á mitt borð og ég hef þegar kallað eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Á þessu stigi get ég ekki frekar tjáð mig um málið en það verður skoðað innan ráðuneytisins.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hefur tjáð Sjálfsbjörg að málið verði tekið fyrir á nýju ári og að farið verði ofan í kjölinn á því. Formaður Sjálfsbjargar segir mikilvægt að undið verði ofan af þessum rammasamningi. „Við teljum þennan rammasamning mjög óábyrgan og í raun hættulegan. Við krefjumst þess að menn endurskoði þessi áform sín til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að nota umrædd lækningatæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítala telur nýjan rammasamning Sjúkratrygginga um þvagleggi ógna heilsu sjúklinga sem þá nota. Hann segir ríkið spara á bilinu 50 til 60 krónur með ódýrari leggjum. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Óánægja skjólstæðinga sjúkratrygginga með nýjan rammasamning stofnunarinnar um þvagleggi er komin á borð ráðherra heilbrigðismála og velferðarnefndar þingsins. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, undrast vinnubrögð Sjúkratrygginga og segir stofnunina skaffa annars flokks vöru. Fréttablaðið greindi frá því í gær að megn óánægja væri með nýja rammasamninginn. Páll Ingvarsson, sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítalans, telur þá vöru sem stendur skjólstæðingum hans til boða ekki vera þá bestu sem völ er á og valdi þeim aukinni hættu á sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. „Málið er komið á mitt borð og ég hef þegar kallað eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Á þessu stigi get ég ekki frekar tjáð mig um málið en það verður skoðað innan ráðuneytisins.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hefur tjáð Sjálfsbjörg að málið verði tekið fyrir á nýju ári og að farið verði ofan í kjölinn á því. Formaður Sjálfsbjargar segir mikilvægt að undið verði ofan af þessum rammasamningi. „Við teljum þennan rammasamning mjög óábyrgan og í raun hættulegan. Við krefjumst þess að menn endurskoði þessi áform sín til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að nota umrædd lækningatæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítala telur nýjan rammasamning Sjúkratrygginga um þvagleggi ógna heilsu sjúklinga sem þá nota. Hann segir ríkið spara á bilinu 50 til 60 krónur með ódýrari leggjum. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítala telur nýjan rammasamning Sjúkratrygginga um þvagleggi ógna heilsu sjúklinga sem þá nota. Hann segir ríkið spara á bilinu 50 til 60 krónur með ódýrari leggjum. 13. desember 2018 06:00