Á forsendum barnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar