Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 06:45 Bára Halldórsdóttir og bakland hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú. Vísir/Vilhelm Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28