Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:33 Maríanna H. Helgadóttir er formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM. Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45