Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:03 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31