Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:33 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári gerir Sigrúnu slíkt tilboð. Vísir/Stefán/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar. MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar.
MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48