„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 14:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48