Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 17:58 Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/vilhelm Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39