Rúnar: Er ekki ennþá nóvember? Arnar Helgi Magnússon skrifar 2. desember 2018 22:39 Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið Vísir/bára „Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira