Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Háskóla Íslands heiðraði sextíu og þrjá nýdoktora á laugardaginn. Háskóli Íslands Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira