„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 15:47 Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, las upp yfirlýsingu og bréf um leyfi þingmanna við upphaf þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira