Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Þjóðkjörnir fulltrúar og allir þeir fimm hundruð sem heyrðu undir kjararáð fengu veglegri desemberuppbót en flestir. Fréttablaðið/Anton Brink Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði