Repúblikanar sagðir tryggja sér völd með bellibrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 11:45 Mótmæli fóru fram við þinghús Wisconsin í gær. AP/John Hart Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira