„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 21:48 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39