Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 18:55 Forsíðuvísun á umfjöllun upp úr upptökunum á vefsíðu Stundarinnar nú í kvöld. Ummæli sem Bergþór hafði um Ingu Sæland þóttu sérstaklega gróf. Skjáskot Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51