Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira