Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira