Inga brast næstum í grát í bótaumræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 12:17 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira