Sérsveit vopnast gegn erlendum herþjálfuðum glæpamönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira