Kenna landsmönnum að laga raftækin sjálfir: „Mér finnst þetta æði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2018 19:15 Einbeitingin skein úr augum þeirra sem tóku þátt í vinnustofunni. Vísir/Tryggvi Páll Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“ Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45