Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2018 07:00 Dyraverðir hafa farið fram á víkkun starfssvæðis og auknar heimildir til tækjanotkunar við störf sín. Vísir/Vilhelm Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23
Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29