Hægri, vinstri, snú Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun