Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira