VG og Framsókn þori ekki í hugsjónabaráttu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Að sögn Þorgerðar Katrínar er um risamál að ræða. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira