Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 11:15 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar þegar vann að þáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þetta segir Ásmundur í bréfi sem hann sendi forsætisnefnd vegna aksturskostnaðar sem hann fékk endurgreiddan frá skrifstofu Alþingis. Ásmundur segir í bréfinu að honum hafi orðið það ljóst eftir Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu í febrúar síðastliðnum að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Hann bendir á að hann sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Hann segist hafa verið í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir. „Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða. Slíkt orkar tvímælis,“ segir Ásmundur í bréfi sínu. Hann segist hafa vegna þess og að eigin frumkvæði endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur þann 19. febrúar síðastliðinn vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar til að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar þegar vann að þáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þetta segir Ásmundur í bréfi sem hann sendi forsætisnefnd vegna aksturskostnaðar sem hann fékk endurgreiddan frá skrifstofu Alþingis. Ásmundur segir í bréfinu að honum hafi orðið það ljóst eftir Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu í febrúar síðastliðnum að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Hann bendir á að hann sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Hann segist hafa verið í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir. „Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða. Slíkt orkar tvímælis,“ segir Ásmundur í bréfi sínu. Hann segist hafa vegna þess og að eigin frumkvæði endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur þann 19. febrúar síðastliðinn vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar til að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15